21.04.1959
Efri deild: 105. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1698 í B-deild Alþingistíðinda. (1267)

146. mál, sýsluvegasjóðir

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Þar sem flm. till. leggur svo mikla áherzlu á það að fresta málinu, þá fyndist mér réttast af honum að taka till. aftur til 3. umr., þá getur hann rætt hana við meðflm. sinn, en er ekki að tefja málið fyrir það. Ég veit, hver tilgangurinn er hjá þessum hv. þm. Hann er sá að koma málinu fyrir kattarnef, og því mótmæli ég algerlega. Þetta er fullkomlega sanngjarnt, ef þessi hv. þm. vill ræða við meðflm. sinn, að hann geri það milli umr., en taki till. aftur.