21.04.1959
Efri deild: 105. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1699 í B-deild Alþingistíðinda. (1268)

146. mál, sýsluvegasjóðir

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Út af ummælum hv. þm. V-Sk. (JK) og hv. þm. Seyðf. (BjörgJ) vil ég segja, að það er rangt hjá þeim, að það liggi fyrir nein samþykkt frá hálfu samgmn: um að fylgja þessari till. Hún hefur aldrei komið til atkv. í n., heldur aðeins milli einstakra nm. Hitt er alveg rétt hjá hv. þm. V-Sk., að það er nauðsyn á að hraða málinu, og ég er honum alveg sammála um það, það á að hraða því. En við erum ekki að hindra málið, þó að það verði tekið út af dagskrá núna, þar sem allar horfur eru á, að fullt samkomulag geti náðst um það, og þá gengur það þeim mun hraðar.

Sérstakt tilefni er nú til að verða við þessari beiðni hv. 1. þm. Eyf., þegar hv. 2. þm. Árn. (SÓÓ) upplýsir nú, að hann hefur látið prenta till. breytta frá því, sem þeir gengu frá henni í félagi upphaflega, og hv. 1. þm. Eyf. hefur verið veikur síðan og hefur ekki séð hana í þessu formi.

Ég krefst þess því, að þetta mál verði tekið út af dagskránni.