11.12.1958
Neðri deild: 38. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í B-deild Alþingistíðinda. (131)

55. mál, útflutningssjóður o. fl.

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Í fjarveru hæstv. utanrrh. vil ég fylgja þessu frv. úr hlaði með fáeinum orðum. Hv. Ed. hefur afgreitt það samhljóða og það er ósk ríkisstj., að það hafi sem greiðastan gang gegnum þessa hv. deild.

Efni frv. er það, að sú hækkun, sem ákveðin er á almannatryggingabótum í gildandi lögum um útflutningssjóð, taki einnig til slysadagpeninga og dánarbóta, þegar um er að ræða dauðaslys lögskráðra sjómanna og sömuleiðis til sjúkradagpeninga og fæðingarstyrks samkvæmt almannatryggingalögunum. Að öðru leyti þarfnast frv. ekki skýringa.

Ég vil leyfa mér að óska þess, að því verði vísað að lokinni þessari 1. umr. til fjhn.