11.05.1959
Neðri deild: 124. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1732 í B-deild Alþingistíðinda. (1322)

83. mál, húsnæði fyrir félagsstarfssemi

Magnús Jónsson:

Herra forseti. Ég hafði ásamt hv. þm. Siglf. lagt fram brtt. við frv. þetta, sem er á þskj. 266 og er þess efnis, að Trésmiðafélagi Reykjavíkur verði heimilað að taka þakhæð hússins nr. 8 við Laufásveg í Reykjavík til afnota fyrir félagsstarfsemi sína. Ég vil leyfa mér að beina þeirri fsp. til hv. n., hvort ekki beri að líta á nál. hennar á þá lund, að hún fallist á, að eðlilegt sé, að þessi heimild verði einnig veitt og þessi brtt. við frv. því einnig samþ., og þætti vænt um að heyra álit n. um það, áður en ég orðlengi frekar um málið.