24.11.1958
Neðri deild: 27. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í C-deild Alþingistíðinda. (1378)

9. mál, biskupskosning

Frsm. minni hl. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja brtt. við þetta frv. á þskj. 84. Ég skal taka það fram, að ég hygg, að þessar brtt., þótt samþ. yrðu, raski ekki efni frv., til verulegra muna og jafnvel ekkert. Till. eru formlegs eðlis,

Í brtt. við 1. gr. er í a-lið lagt til, að í stað þess, að sú gr. er orðuð sem breyt. við lögin um biskupskosningu, þá verði hún orðuð sem breyt. við 13. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í 2. tölulið brtt. er lagt til, að fyrirsögn frv. verði breytt í samræmi við þetta, þannig að heiti þess verði frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 14. apríl 1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ég tel, að úr því að gert er ráð fyrir að breyta efni l. um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, þá sé með l. gerð breyt. á þeim l., en ekki öðrum lögum.

Þá er í 1. tölulið brtt., b. og c. lagt til, að breytt verði tveim orðum í 1. gr. frv., og skal ég ekki útskýra það nánar, en ég hygg, að þessar breyt. á orðum gr. mundu verða til bóta, ef samþ. yrðu.

Ég skal taka það fram, að ég hef haft til athugunar að flytja till. til breyt. á efni frv., en við nánari athugun féll ég frá því að flytja slíkar till. um efnisbreyt., þar sem mér virtist það koma fram við 2. umr., að meiri hl. d. væri efni frv. fylgjandi.