09.01.1959
Neðri deild: 53. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í B-deild Alþingistíðinda. (168)

46. mál, atvinnuleysistryggingar

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Þetta mál er komið frá Ed. og var samþykkt þar shlj. á þskj. 77 ágreiningslaust. Það er samið í samráði við stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs. 1. og 2. gr. miða að því að auðvelda framkvæmd l., en 3. gr. miðar að því að fresta endurskoðun, en það er samróma álit þeirra, sem hafa annazt framkvæmd l. til þessa, að enn sé ekki fengin næg reynsla, til þess að tímabært sé að endurskoða þau. N. fellst á þessi rök og leggur til, að frv. verði samþykkt.