11.12.1958
Neðri deild: 37. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (175)

57. mál, aðstoð við vangefið fólk

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Stjórn styrktarsjóðs vangefinna telur, að þessi breyting á lögunum sé nauðsynleg til að greiða fyrir því, að sjóðurinn geti sem fyrst komið að verulegu gagni. Breytingin er eingöngu fólgin í því, að heimilt skuli að nota fé sjóðsins til þess að endurbæta og stækka þær stofnanir, sem þegar hafa tekið til starfa.

Nefndin var sammála um að mæla með því, að þessi breyting væri gerð og telur það sjálfsagt og leggur því til, að það verði samþykkt.