11.03.1959
Sameinað þing: 32. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í D-deild Alþingistíðinda. (1950)

120. mál, athugun á nýjum björgunartækjum

Flm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Um tilefni þessarar till. þarf ekki að fara mörgum orðum. Við þekkjum öll þær slysfarir, sem hér hafa orðið að undanförnu. Við vitum einnig, að sífellt eru bætt þau tæki, sem notuð hafa verið og eru til slysavarna, og ný bætast við. Með flutningi till. vildum við, að Alþingi sýndi sinn vilja til þess, að allt væri gert, sem í mannlegu valdi stendur, til þess að stuðla að því, að slys verði hindruð,og úr því bætt eftir föngum. Við efumst í sjálfu sér ekki um, að stjórnarvöldin vilji gera sitt bezta í þessu, en við teljum málið svo mikilsvert, að rétt sé, að skýr vilji Alþingis komi fram, og í því skyni er þessi till. flutt. Frekar þarf ekki um þetta að ræða af minni hálfu, en ég legg til, að umr. sé frestað og tillögunni vísað til háttv. allsherjarnefndar.