08.04.1959
Sameinað þing: 36. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í D-deild Alþingistíðinda. (2176)

108. mál, sögustaðir

Páll Zóphóníasson:

Ég skal ekkert mæla á móti þessari till. Ég vildi benda nm. á, að það eru til, skipaðar af ríkisstj., nefndir um ákveðna sögustaði. Það er til svokölluð Reykhólanefnd, Skálholtsnefnd og Rafnseyrarnefnd. Hún er búin að starfa í nokkuð mörg ár og átti að gera þennan sögustað þannig, að það væri komandi þar og allt í fínu lagi. Vill ekki n. athuga, hvernig þessar opinberu nefndir hafa starfað að þessum sögustöðum, áður en hún ræðst í margar fleiri, því að það er ekki allt til fyrirmyndar, sem þar hefur verið gert og látið ógert.