14.05.1959
Sameinað þing: 52. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í D-deild Alþingistíðinda. (2230)

169. mál, framkvæmdir í raforkumálum

Forseti (JPálm):

Það var nú ætlunin hér á fundi í gærkvöld að ljúka umræðu um þessa till. og jafnvel aðra, svo að ekki væri annað eftir en atkvgr., en þar sem hér er nú þingslitafundur og þessi till. er deilumál, þ. á m. klofin nefnd um hana, þá sé ég varla fært að taka hana inn á dagskrána, einkum vegna þess, að þetta mál er þrautrætt og í rauninni afgert í sambandi við afgreiðslu fjárlaganna, svo að hv. flm. vita alveg nákvæmlega, hvernig afstaða meiri hl. þings er í því. Ég verð því að láta við þetta sitja, sem orðið er í því efni. (Gripið fram í: Má ekki greiða atkvæði um það, hvort till. verði tekin á dagskrá?) Það er allt öðru máli að gegna, en með alveg ágreiningslausa tillögu.