21.01.1959
Sameinað þing: 23. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í D-deild Alþingistíðinda. (2269)

76. mál, fjárfestingarþörf opinberra stofnana

Forsrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Það liggur í hlutarins eðli, að ég get ekki svarað þessari fsp. nema að mjög takmörkuðu leyti, vegna þess að ég hef ekki fylgzt með, hvað í málinu hefur gerzt, nema svo stuttan tíma. En ég hef athugað, hvað áður hefur verið gert í því, og fengið þessar upplýsingar:

Till., sem hv. fyrirspyrjandi lýsti, var borin fram hér á Alþingi 5. marz 1958, en í rn. hef ég fengið að vita, að forsrn. hafi falið tveim mönnum, Herði Bjarnasyni húsameistara og Baldri Öxdal fulltrúa, að annast þá rannsókn, sem í till. felst. En þessi útnefning á mönnum hafði farið fram 14. nóv. s.l., og er henni vitaskuld ekki nema stutt á veg komið enn þá.

Aðrar upplýsingar hef ég ekki að gefa í málinu.