19.02.1959
Efri deild: 72. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1962 í B-deild Alþingistíðinda. (2391)

Slysfarir á sjó - minning

forseti (BSt):

Vegna þeirra hörmulegu tíðinda, sem kunn urðu í gærkvöld, að vitaskipið Hermóður hefur farizt með allri áhöfn, 12 manns, verður fundi ekki fram haldið nú, og dagskrármálin því tekin af dagskrá. Fundur er ákveðinn í sameinuðu þingi nú á eftir stuttum deildarfundum, og verður þá minnzt þessa sorgaratburðar og þeirra sjómanna, sem látið hafa lífið.

forseti (EOl): Háttvirtir deildarmenn. Sökum þess stórslyss, sem nú hefur aftur borið að höndum þjóðar vorrar, er vitaskipið Hermóður fórst, verður fundur felldur niður í neðri deild 1 dag og fundur haldinn í sameinuðu þingi þegar að loknum þessum fundi.