30.10.1958
Neðri deild: 12. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1964 í B-deild Alþingistíðinda. (2394)

Varamenn taka þingsæti

forseti ( HA ) :

Forseta Nd. hefur borizt svo hljóðandi bréf frá hv. 2. þm. Reykv.:

„Sökum þess að ég er á förum til útlanda, óska ég þess, að varamaður minn, Ásgeir Sigurðsson, taki sæti á Alþingi, meðan ég er fjarverandi.

Björn Ólafsson.“

Kjörbréf hv. varaþingmanns, Ásgeirs Sigurðssonar, hefur áður verið rannsakað og samþykkt, og tekur hann nú sæti hv. 2. þm. Reykv.

Forseti (JPálm): Tekið er fyrir eina málið, sem er á dagskránni, rannsókn kjörbréfs. Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá hæstv. forseta Nd.:

„Neðri deild, 9. jan.1959. Halldór Ásgrímsson, 2. þm. N-M., hefur í dag sent mér svo hljóðandi bréf:

„Þar sem ég verð fjarverandi næstu tvær vikur vegna sérstakra anna heima fyrir, leyfi ég mér, með skírskotun til 3. mgr. 144. gr. l. nr.80 1942, um kosningar til Alþingis, að óska eftir því, að varamaður, Tómas Árnason deildarstjóri, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Einar Olgeirsson. Til forseta sameinaðs þings.“

Hér liggur fyrir kjörbréf þessa varamanns, og þarf hv. kjörbréfanefnd að taka það til athugunar. Vil ég gefa fundarhlé í fimm mínútur, á meðan nefndin lítur á kjörbréfið. (Fundarhlé.)