20.02.1959
Sameinað þing: 28. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1965 í B-deild Alþingistíðinda. (2399)

Varamenn taka þingsæti

Frsm. (Áki Jakobsson):

Herra forseti. Nefndin hefur athugað kjörgögn varðandi varaþingmann Björn Fr. Björnsson úr Rangárvallasýslu. Fyrir liggur ekki kjörbréf, en svo hljóðandi símskeyti frá formanni yfirkjörstjórnar Rangárvallasýslu, Páli Björgvinssyni, hefur verið lagt fram:

„Mánudaginn 25. júnímánaðar árið 1956 kom yfirkjörstjórn Rangárvallasýslu saman til að telja atkvæði að afstöðnum alþingiskosningum 24. sama mán., og urðu úrslit þau, að Framsfl. fékk kosinn einn varamann, Björn Friðgeir Björnsson sýslumann, Hvolsvelli, og er hann því rétt kjörinn varaþingmaður Rangárvallasýslukjördæmis lögmæltan tíma.“

Nefndin varð sammála um að leggja til við Alþingi, að kosningin yrði tekin gild og símskeytið yrði samþykkt sem kjörbréf fyrir Björn Fr. Björnsson sýslumann til þess að vera varaþingmaður 2. þm. Rangárvallasýslu.