22.12.1958
Neðri deild: 46. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1976 í B-deild Alþingistíðinda. (2442)

Þinghé - árnaðaróskir

Forseti (EOl):

Það er því miður ekki á valdi þessarar d. að taka þetta mál fyrir. Ég hafði grennslazt eftir við hæstv. forseta Ed., hvort þetta mál mundi ekki geta komið til okkar í dag. En það lítur ekki út fyrir, að það verði. Yrði breyt. þar á, hafði ég þennan vara við því að slíta fundi nú, að e.t.v. yrði þá kallaður saman fundur á morgun. En á mínu valdi er ekki að ráða við þetta, því miður. (Gripið fram í: En forseti vildi kannske tala um þetta við stéttarbróður sinn í Ed.?) Já, ég er búinn að því, og það stendur svona. En breytist nokkuð í dag, þá skal ekki standa á mér að kalla saman fund í kvöld eða þá annars á morgun til þess að láta mál fá afgreiðslu hér. Annars mega. þm. búast við því, ef slík afgreiðsla verður ekki, að fundur verði kallaður saman þann þriðja í jólum, laugardag, 27. Þá verður að þessu sinni ekki neitt jólaleyfi, sem þm. fá, heldur aðeins þessir hátíðisdagar og að öllum líkindum fundur að nýju á laugardag eða máske mánudag í næstu viku.

Ég vil leyfa mér að óska öllum hv. þdm. gleðilegra jóla og alls góðs þessa hátíðisdaga. Þeim, sem heim fara þennan stutta tíma, vil ég óska góðrar heimferðar og góðrar hingaðkomu aftur. Starfsfólki þingsins vil ég óska gleðilegra jóladaga, og um leið vil ég þakka öllum hv. þdm. fyrir gott samstarf fram að þessari hátíð og góða samvinnu við mig.