30.01.1959
Efri deild: 61. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (266)

87. mál, niðurfærsla verðlags og launa o. fl.

Hermann Jónasson:

Herra forseti. Þar sem ég tel heildarstefnu núverandi stjórnarflokka í efnahagsmálum þannig, að svo miklu leyti sem hún er kunn orðin, að ég vil enga ábyrgð á henni bera og frv. þetta er ekki þannig úr garði gert, að það tryggi jafnrétti stétta, mun ég ekki greiða atkv. með því. En þar eð meginatriði frv. er þó að gera tilraun til að færa til baka þær hækkanir, sem andstæðingar fyrrv. ríkisstj. knúðu fram á s. l. sumri, mun ég ekki bregða fæti fyrir frv. og greiði því ekki atkv. Þessi er afstaða okkar framsóknarmanna hér í hv. deild.