23.10.1958
Efri deild: 8. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (38)

4. mál, bifreiðaskattur o. fl.

Frsm. (Eggert Þorsteinsson):

Herra forseti. Vegna þessarar fsp. hv. 1. þm. N-M, vil ég aðeins taka það fram, sem honum er sjálfsagt kunnugt eins og okkur öllum hér hv. þm., að frv. þetta er lagt fram af fjmrh. með ósk um það, að því yrði hraðað og eins og í nál. segir, þá var það borið saman við gildandi lög um þetta efni og ég tók það einnig fram í minni framsöguræðu. Hvort þeir skattar, sem hér eru framlengdir með þessum lögum, eru nægjanlegir, það tel ég varla á færi nokkurs að segja um, ef þá ekki sjálfs fjmrh. og fjmrn. Að ósk þeirra aðila er málið flutt, en hingað til hefur umsögn þessara aðila verið látin nægja um skattaupphæðir í þessum málum sem og flestum öðrum hliðstæðum.