11.05.1959
Neðri deild: 124. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 841 í B-deild Alþingistíðinda. (522)

42. mál, eftirlit með skipum

Frsm. (Áki Jakobsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir um breyt. á l. um eftirlit með skipum, hefur legið nokkuð lengi fyrir þinginu og var lagt fram sem stjórnarfrv. í tíð fyrrv. hæstv. ríkisstj. Því mun hafa verið breytt í Ed. frá því, sem það var flutt upphaflega, en aðalinnihald frv. er að hækka nokkuð gjöld við eftirlit á skipum. Sjútvn. var sammála um að mæla með því, að þetta frv. yrði samþ. óbreytt. og voru þar allir við afgreiðslu nema einn, hv. þm. Snæf., sem ekki tók þátt í afgreiðslunni.