11.04.1959
Neðri deild: 105. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 845 í B-deild Alþingistíðinda. (540)

122. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Sigurður Ágústsson:

Herra forseti. Mér þykir mjög leitt að geta ekki orðið við frómri ósk hv. formanns fjhn. um að flytja brtt. okkar fjórmenninganna sem sérstakt frv. Til þess liggur aðallega ein ástæða. Hún er sú, að það er vonlaust. Ef við flytjum þessa brtt. sem sérstakt frv. og það á eftir að fara í gegnum þrjár umr. í hvorri deild, þá verður það ekki afgreitt á þessu þingi.

Ég tel, að hér sé um svo mikið réttlætismál að ræða, að ég trúi því ekki, að hv. þm. eftir þeirri afstöðu, sem þeir hafa áður tekið til hliðstæðra mála hér á hv. Alþingi, geti gengið á móti þessari brtt. Það er sannfæring mín, að það sé eini möguleikinn til að fá þessa sjálfsögðu lagfæringu samþykkta á þessu þingl. að brtt. verði borin fram við 3. umr. Og ég fullyrði, að það muni ekki á neinn hátt tefja málið á þinginu. Ég trúi því ekki, fyrr en annað reynist, að hv. alþm. verði ekki almennt sammála um það, að þessi skattfríðindi eiga að vera samþykkt á hæstv. Alþingi.