09.05.1959
Efri deild: 115. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 888 í B-deild Alþingistíðinda. (600)

122. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (BSt):

Ég beygi mig að sjálfsögðu fyrir samþykkt meiri hl. deildarinnar. En ég fer fram á það, að hv. þdm. fallist á það, að málinu verði frestað og jafnvel þó að það verði fundur í Sþ. á mánudag, þá hlýtur það að verða svo, að það megi finna þá einhvern tíma til þess að halda fund hér í hv. d. og þá mun málið verða tekið fyrir. Nægir mönnum ekki sú yfirlýsing mín? (Gripið fram í: Nei.) Er það svo með alla, sem greiddu atkv.? (Gripið fram í.) Það þykir mér nú dálítið kyndugt, að það skuli ekki nægja.