24.10.1958
Efri deild: 9. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í B-deild Alþingistíðinda. (69)

10. mál, skemmtanaskattur með viðauka

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Það er ekki til þess að andmæla þessu frv., að ég hef kvatt mér hljóðs. Ég tel frv. sjálfsagt og réttmætt. En ég vildi gjarnan, að n. kynnti sér, hvernig hagur félagsheimilasjóðs stendur í dag og þær upplýsingar lægju fyrir hér við síðari umr. Mér finnst nauðsynlegt að fá að vita, hvort félagsheimilasjóður getur rækt sína skyldu, eins og til er ætlazt og vænti þess, að hv. n. geti fengið þessar upplýsingar fyrir 3. umr.