28.10.1958
Efri deild: 11. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í B-deild Alþingistíðinda. (72)

10. mál, skemmtanaskattur með viðauka

Frsm. (Björn Jónsson):

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls kvaddi sér hljóðs hv. þm. V-Sk. (JK) og óskaði eftir því, að nokkurra upplýsinga yrði aflað um afkomu félagsheimilasjóðs. Ég hef talið sjálfsagt, að orðið yrði við þessum tilmælum og hafa verið gerðar ráðstafanir til þess, að þessar upplýsingar geti legið fyrir mjög bráðlega, sennilega ekki síðar, en n.k. fimmtudag.

En þar sem þær eru ekki fyrir hendi nú, vildi ég óska þess við hæstv. forseta, að hann frestaði nú umr. og héldi henni ekki áfram, fyrr en þessar umbeðnar upplýsingar liggja fyrir.