28.01.1959
Efri deild: 56. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1015 í B-deild Alþingistíðinda. (769)

91. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Dómsmrh. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Ég hef nú á stundinni átt viðtal við fjmrh. um þetta mál, sem hér er á dagskrá, og m. a. tjáð honum ummæli hv. frsm. um það, að fjhn. mundi væntanlega fús til að flytja brtt. á þá lund, að fresturinn, sem í frv. er ráðgerður til 1. marz, verði nokkru lengri, t. d. til 1. apríl. Hann biður mig að bera þau boð til hv. fjhn., að hann mundi taka því með þökkum, ef hv. n. vildi flytja slíka brtt., því að eins og ástatt er, þá er ekki fyrir fram víst, að unnt verði að ljúka afgreiðslu fjárl. fyrir þann tíma, sem ráðgert er samkv. því frv., er hér liggur fyrir, eða fyrir 1. marz. Hann mundi því taka því með þökkum, ef hv. n. vildi gera á þessu breyt. og flytja brtt., sem væri miðuð við 1. apríl í stað 1. marz.