28.01.1959
Efri deild: 56. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1016 í B-deild Alþingistíðinda. (772)

91. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Forseti (BSt):

Ef mér leyfist að segja það héðan frá þessum stað, þá veit ég ekki heldur til, að neitt hafi breytzt síðan í gær. (Gripið fram í.) Nú, það má kannske segja það eða að það sé nánari athugun. En á hinn bóginn sé ég ekki, verði fjárl. tilbúin fyrir 1. marz, að till. breyti þá neinu. Ef svo fer, sem ég vildi óska, að það yrðu til fjárl. 1. marz, þá eru þessi lög fallin úr gildi af sjálfu sér og fjárl. taka gildi.

Ég vona, að menn afsaki, þó að ég hafi hér frá þessum stað sagt þetta, sem kannske væri réttara að fara í ræðustólinn til að segja.