25.11.1958
Neðri deild: 28. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í B-deild Alþingistíðinda. (81)

10. mál, skemmtanaskattur með viðauka

Frsm. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Efni þessa frv. er að framlengja um eitt ár þau ákvæði, sem nú gilda um skemmtanaskatt, þar sem talið er, að enn sé brýn þörf fyrir fjáröflun á þennan hátt.

Fjhn. hefur rætt málið og mælir shlj. með því, að það verði samþykkt. Einn nm., hv. 5. þm. Reykv., var þó fjarstaddur, þegar málið var afgreitt. Sem sagt, n. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.