12.02.1959
Efri deild: 68. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (834)

106. mál, lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. frsm., hv. 1. þm. Eyf., fyrir þær upplýsingar, sem hann gaf hér. Ég býst við, að skilningur hans á þessu máli sé réttur, og ég hef verið þeirrar skoðunar. En ég vil þó biðja hann sem formann hv. fjhn. að hlutast til um, að það verði athugað í n., hvort mönnum hefur verið gefinn kostur á að brúa þetta bil, sem vantar upp á, að þeir nái fullum réttindum um greiðslu úr lífeyrissjóðnum, með því að greiða í sjóðinn það tímabil, sem vantar upp á 95 ára takmarkið. Mér hefur verið skýrt svo frá, að þetta hafi átt sér stað, mönnum hafi verið gefinn kostur á þessu, ef þeir hafa greitt lengi, en þó ekki náð þessu aldurshámarki. Ég vildi biðja hann að hlutast til um, að það lægju fyrir upplýsingar um, hvernig þetta hefur verið framkvæmt.