16.02.1959
Efri deild: 70. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1031 í B-deild Alþingistíðinda. (837)

106. mál, lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Forseti (BSt):

Mér hefur borizt svo hljóðandi brtt. við frv. frá fjhn.

„Við 1. gr. 1. mgr. 2. málsl. orðist svo: Þegar svo stendur á, að sjóðfélagi verður sökum heilsubrests að láta af stöðu sinni, en tekur þá eða síðar við lægra launuðu starfi, má reikna eftirlaun hans af því starfinu, sem hærra var launað, enda hafi hann greitt iðgjöld samkvæmt því.“

Þessi till. er skrifleg og of seint fram komin, þó að hún sé frá nefnd, og þarf því afbrigði.