02.04.1959
Neðri deild: 100. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (965)

51. mál, skipun prestakalla

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að fara þess á leit við hæstv. forseta, að þetta mál verði tekið út af dagskrá að þessu sinni. Ástæðan til þess, að ég fer fram á frestun málsins, er sú, að ef til vill mun verða óskað eftir því, að ég flytji brtt. við þetta mál. Það mun verða afráðið um næstu helgi, og ég vænti því, að þetta mál verði ekki tekið hér á dagskrá fyrr en í næstu viku. Ef til vill er eðlilegast, að það gangi því aftur til hæstv. menntmn., og mun ég hafa samráð við hana um málið strax eftir helgina. Ég mun sjá um, að það verði ekki töf lengur, en ég fer hér fram á, en óska eftir, að því verði frestað að sinni.