17.03.1959
Efri deild: 87. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1151 í B-deild Alþingistíðinda. (982)

105. mál, samband íslenskra berklasjúklinga

Frsm. ( Gunnar Thoroddsen ):

Herra forseti. Frv. það, sem liggur hér fyrir um vöruhappdrætti Sambands ísl. berklasjúklinga, hefur verið samþ. í Nd. og rætt í fjhn. þessarar hv. d. Hún hefur orðið á einu máli um að mæla með samþykkt frv. Einn nm. var fjarstaddur, þegar ákvörðun var tekin.

Nú hefur, síðan málið var afgr. frá n., borizt erindi frá félagsskap einum, sem gerir aths. miklar við viss ákvæði þessa frv., og ætla ég, að rétt sé, áður en lengra er haldið með þetta mál, að 2. umr. verði frestað, svo að fjhn. geti fjallað um þetta erindi, og ef hæstv. forseti féllist á þá málsmeðferð, þá mundi ég fresta að sinni framsögu minni í málinu, þangað til það kæmi aftur til 2. umr.