14.08.1959
Efri deild: 12. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 464 í B-deild Alþingistíðinda. (159)

4. mál, almannatryggingar

Björn Jónsson:

Herra forseti. Mér þykir sýnt, að ef þetta mál er ekki tekið fyrir, fyrr en á næsta fundi, þá geti lokaafgreiðsla málsins ekki farið fram á þessu þingi. Hins vegar mundi á það reyna, ef málið yrði tekið fyrir nú á þessum fundi, hvort d. féllist á, að það hlyti afgreiðslu án þess að fara til n. Að vísu mundi þurfa aftur fund í d. En ef meiri hl. hv. þdm. væri þeirrar skoðunar, að unnt væri að afgreiða málið, án þess að það færi til n., þá tel ég víst, að hæstv. forseti mundi ekki telja eftir sér að boða stuttan fund í d. Ég mun því ekki sætta mig við, að þessi háttur verði á hafður, heldur ítreka tilmæli mín um það, að málið verði tekið fyrir nú á þessum fundi, eða öllu heldur ósk mína um það, að það verði borið undir d., hvort svo skuli gert.