27.07.1959
Sameinað þing: 3. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 566 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (BBen):

Til þessa fundar er boðað út af kjörbréfi. Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá forseta Nd., Einari Olgeirssyni:

„Reykjavík, 27. júlí 1959.

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Halldóri Ásgrímssyni, 2. þm. N-M.:

Þar sem ég ligg rúmfastur á sjúkrahúsi og get þess vegna ekki gegnt þingstörfum næstu vikur, leyfi ég mér hér með að óska þess, að varamaður minn, Tómas Árnason deildarstjóri, taki sæti mitt á Alþingi samkv. ákvæðum 144. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Þetta er yður, herra forsefi, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Einar Olgeirsson, forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs þings.“ Kjörbréfanefnd hefur haft bréfíð til meðferðar og gef ég framsögumanni hennar orðið.