11.08.1959
Sameinað þing: 9. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (BBen):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 10. ágúst 1959.

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá formanni þingflokks Alþýðubandalagsins:

Samkvæmt beiðni Karls Guðjónssonar, 7. landsk. þm., sem þarf að fara til útlanda og verður því fjarverandi um 2–3 vikna skeið, leyfi ég mér að fara fram á, að varamaður hans, Geir Gunnarsson, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Einar Olgeirsson, forseti neðri deildar.“ Kjörbréf varamannsins ber að leggja fyrir kjörbréfanefnd og veitist 10 mínútna fundarhlé, meðan athugun þess fer fram. — [Fundarhlé.]