14.08.1959
Efri deild: 13. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 575 í B-deild Alþingistíðinda. (326)

Starfslok deilda

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég tel mig mæla fyrir hönd allra þdm. hér, að við þökkum hæstv. forseta fyrir góðar óskir í okkar garð og berum fram sömu óskir honum til handa og hans fjölskyldu, að hans framtíð verði góð og honum líði vel í framtíðinni. Þetta hefur verið stutt þing og það hefur verið enn styttri starfstími hér í hv. þd. Þar af leiðandi hefur ekki reynt mikið á hæstv. forseta d. En ég hygg, að við getum allir verið sammála um, það sem til hans hefur tekið á þessum fáu fundum, sem hér hafa verið haldnir, að þakka honum fyrir óhlutdræga og góða fundarstjórn, og vil ég biðja þá, sem vilja taka undir mín orð, að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]