11.08.1959
Efri deild: 7. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 365 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (EggÞ):

Ég vil leyfa mér héðan úr forsetastól að vænta þess þrátt fyrir þær deilur, sem um mál þetta hafa verið á tveim þingum og í lýðræðislandi verður að telja eðlilegar, að þá getum við nú sameinazt um þá ósk, sem reyndar hefur komið fram hjá fjölmörgum ræðumönnum úr báðum skoðanahópum, að stjórnarskrárbreyting þessi megi verða landi og lýð til blessunar um ókomin ár.