28.05.1960
Neðri deild: 90. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2652 í B-deild Alþingistíðinda. (1019)

164. mál, efnahagsmál

Frsm, meiri hl. (Birgir Kjaran):

Herra forseti. Fjhn. hv. d. hefur haft til meðferðar frv. til i. um breyt. á 1. nr. 4 20. febr. 1960, um efnahagsmál, á þskj. 457. Hefur í n. ekki orðið samkomulag um afgreiðslu málsins. Við, sem í meiri hl. n. erum, leggjum til, að frv. verði samþ.

Með lögum um efnahagsmál frá 20. febr. s.l. var gert ráð fyrir, að kerfi útflutningsstyrkja yrði lagt niður og að útflutningssjóður hætti störfum. Ljóst var, að þegar útflutningssjóður yrði lagður niður, mundi verða eftir nokkuð af skuldbindingum, sem afla yrði fjár til að standa straum af. Og í þeim tilgangi var ákveðið í 8. gr. efnahagsmálalaganna, að innheimtur skyldi 5% skattur af fob.-verði allra vara, sem fluttar eru úr landi til sölu, og skyldi andvirði útflutningsskattsins varið til greiðslu á halla útflutningssjóðs. Nú hafa komið fram óskir frá fiskkaupendum og fiskseljendum um að fá skatt þennan lækkaðan úr 5% í 21/2 %, vitandi það, að slík lækkun mun óhjákvæmilega hafa í för með sér hlutfallslega jafnlengingu þess tíma, sem skattheimta þessi verður að vara til öflunar á þeirri heildarupphæð, sem nauðsynleg er til greiðslu á skuldbindingum útflutningssjóðs. Við í meiri hl. fjhn. teljum sanngjarnt að verða við þessari málaleitan og mælum því með, að frv. verði samþ.