28.05.1960
Neðri deild: 90. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 2868 í B-deild Alþingistíðinda. (1077)

112. mál, útsvör

Jón Pálmason:

Herra forseti. Í 3. gr. þessa frv., c-lið, segir, að útsvör s.l. árs skuli dregin frá hreinum tekjum, ef þau eru borguð fyrir áramót, og það eru öll útsvörin. Þessi till. fer fram á, að það sé hægt að draga frá tekjuútsvör og eignarútsvör, og mér skilst, að það þýði eingöngu það, að þá megi draga þau frá, þó að það sé ekki búið að borga þau. Ég vil ekki ganga svo langt og segi þess vegna nei.