20.11.1959
Sameinað þing: 1. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í B-deild Alþingistíðinda. (13)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. kjördeildar (Hermann Jónasson ):

Herra forseti. Þegar 1. kjördeild hélt síðasta fund sinn, voru 2 af þeim þm., sem áttu kjörbréf sín í 1. kjördeild til athugunar, ekki komnir til þings, og kjörbréf þeirra lágu ekki fyrir. Þessi kjörbréf, sem lágu ekki fyrir þá, voru kjörbréf Gunnars Gíslasonar, 2. þm. Norðurl. v., og kjörbréf Jónasar G. Rafnars, 2. þm. Norðurl. e. Þessi bréf lágu fyrir á þeim fundi, sem 1. kjördeild hélt núna rétt áðan. Bréfin voru athuguð og ekkert við þau að athuga frá sjónarmiði 1. kjördeildar, sem leggur til einróma, að þau verði samþykkt.