02.12.1959
Efri deild: 8. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

30. mál, bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga

Forseti ( SÓÓ ):

Ég vil í tilefni þessara tilmæla hv. 9. þm. Reykv. (AGl) um það, að hann dragi brtt, sína á þskj. 48 aftur til 3. umr., geta þess, að það hefur verið ákveðið, ef hægt verður, að koma þessu máli í gegnum 2. og 3. umr. nú í kvöld, til þess að geta afgreitt það til hv. Nd. (Gripið fram í: Hver hefur ákveðið það?) Forseti hefur ákveðið það. Ég vil enn fremur benda á í þessu sambandi, að málið er í fyrri d. og á því eftir að fara til Nd. Þar verður því ugglaust vísað til fjhn. Það er því ekki loku fyrir það skotið, að till. megi taka þar upp og komist þar til meðferðar n., ef hún kemur nógu fljótt fram.