02.12.1959
Efri deild: 8. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í B-deild Alþingistíðinda. (132)

30. mál, bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga

Forseti ( SÓÓ ):

Ég vil vegna þessara ummæla, sem hv. þm. hafði nú um, að hér sé ekki fylgt venjum um þingsköp, ekki viðurkenna, að svo sé. Það er ekki óvenjulegt, þegar brtt. hafa komið fram það seint, að n. hafa afgreitt frá sér mál, að formenn n. eða meiri hl. n. hafi óskað eftir því, að málinu væri frestað, til þess að þeim gæfist færi á að athuga fram komnar tillögur. Nú vil ég skjóta því til hv. formanns fjhn., hvort hann óskar eftir því, að þessu máli sé frestað, til þess að n. geti tekið sérstaklega þessa till. til meðferðar. ( ÓB: Ég hef enga ósk fram að bera í því efni. — Gripið fram í: En ekki það gagnstæða þá heldur? — ÓB: Ef forseti eða d. ákveður að vísa málinu til n., þá get ég ekki neitað að taka það til meðferðar. — Gripið fram í: Ja, þó það nú væri.) Formaður fjhn. óskar ekki eftir, að málinu sé frestað til þess að fá þessa till. til meðferðar, og verður hún þá tekin til atkv. nú ásamt frv.