03.12.1959
Neðri deild: 9. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í B-deild Alþingistíðinda. (153)

30. mál, bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga

Einar Olgeirsson:

Það er engin vörn í því ofbeldi, sem hér er verið að fremja, í því, sem forseti lýsti yfir áðan, að að hans áliti hefðu umræður snúizt um hitt og þetta, sem hann greindi. Það er ekki forseta að dæma um það eða ráða því, hvernig þm. nota sitt málfrelsi. Það er hans verkefni að sjá um, að þeir hafi það. Það, sem nú er verið að gera, er brot á öllum þingvenjum. Ég segi þess vegna nei við þessari till., sem hér er borin fram.