30.05.1960
Neðri deild: 91. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3254 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

153. mál, dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Ég bað m.a. um orðið til þess að svara fsp. hv. 7. þm. Reykv. (ÞÞ), sem dómsmrh, hefur nú svarað, og hef ég þar ekki neinu við að bæta.

En ég ætla aðeins að gera örstutta grein fyrir brtt., sem sjútvn. flytur á þskj. 559, þar sem lagt er til, að viðbót komi við 8. gr. frv. Þessi brtt miðar að því að herða refsiákvæðin í frv., og hún er tekin upp af sjútvn. samkv. beiðni hv. 7. landsk. þm. (GeirG), sem taldi, að þarna væri ekki nægilega vel um hnútana búið. Það hefur af okkar hálfu, sem stöndum að þessu frv., verið tekið fram áður, að við viljum koma sem mest til móts við þá, sem vilja fara varlegast í dragnótamálinu, og þessi brtt. er einmitt borin fram í þeim anda.