03.06.1960
Efri deild: 93. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3292 í B-deild Alþingistíðinda. (1616)

153. mál, dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi

Eggert G. Þorsteinsson:

Það er nú sýnt, að meiri hluti er fyrir hendi hér á hv. Alþingi fyrir framgangi þessa máls, þannig að frv. mun nú verða að lögum. Um leið og ég vitna til þeirra orða, sem ég hef þegar látið um málið falla, vil ég lýsa þeirri skoðun minni eða þeirri einu von minni, að þeir aðilar, sem umsagnarrétt fá um, hvort leyfa skuli þessa veiði, sem frv. gerir ráð fyrir, verði forsjálli í þessum málum en meiri hluti Alþingis, en ég er enn þá andvígur framgangi málsins og segi þess vegna nei.