30.05.1960
Sameinað þing: 55. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3293 í B-deild Alþingistíðinda. (1617)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (SÁ):

Útvarpsumr. þeim, sem fara fram hér í kvöld, verður hagað þannig, að hver þingflokkanna hefur eina 50 mínútna umferð. Röð þingflokkanna í umr. er þessi: Fyrst er Framsfl., og tala af hans hálfu hv. 2. þm. Vestf., Hermann Jónasson, hv. 4. þm. Reykn., Jón Skaftason, og hv. 3. þm. Vesturl., Halldór E. Sigurðsson. Annar í röðinni er Alþb., og tala af þess hálfu hv. 6. þm. Sunnl, Karl Guðjónsson, og hv. 4. landsk. þm., Hannibal Valdimarsson. Þriðji í röðinni er Sjálfstfl., og eru ræðumenn af hans hálfu hæstv. forsrh., Ólafur Thors, hæstv. fjmrh., Gunnar Thoroddsen, og hv. 6. landsk. þm., Birgir Kjaran. Fjórði og síðastur í röðinni er Alþfl., og tala af hans hálfu hæstv. menntmrh., Gylfi Þ. Gíslason, og hv. 5. þm. Vestf., Birgir Finnsson. — Eins og ég hef áður tekið fram, er ein 50 mínútna umferð fyrir hvern þingflokk, og hefst fyrsta umferðin með því, að hv. 2. þm. Vestf., Hermann Jónasson, tekur til máls og talar af hálfu Framsfl.