27.11.1959
Neðri deild: 4. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3433 í B-deild Alþingistíðinda. (1645)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Það er ekki rétt, sem hv. 1. þm. Austf. sagði hér áðan, að það væri endilega venja eða skylt að leggja brbl. fyrir þingið fyrstu daga þess, en samkv. lögum mun skylt vera að gera það. Ég vil upplýsa hv. þm., sem hefur sérstakan áhuga á þessu frv., að það mun verða farið að lögum hvað málið snertir.