28.11.1959
Efri deild: 4. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3436 í B-deild Alþingistíðinda. (1650)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Eins og ég tók fram áðan, sé ég ekki ástæðu eða rök fyrir þessari fsp. hv. þm., því að milli þingfrestunarinnar og þessara frumvarpa er ekki slíkt samband. Þingfrestunin kemur til umr. eftir helgina. En til þess að hv. þm. fái nokkur svör við sinni fsp., vil ég skýra honum frá því, að mér er ekki kunnugt um, að nein breyt. hafi orðið á þeirri afstöðu ríkisstj. að óska eftir því, að Alþ. verði frestað í næstu viku.