28.11.1959
Neðri deild: 5. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3458 í B-deild Alþingistíðinda. (1670)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Forseti (BGr):

Vegna mótmæla hv. þm. gegn fundarhaldi á laugardegi vil ég taka fram, að þessi fundur er boðaður samkvæmt ósk ríkisstj., og verður að líta svo á, að á bak við slíka ósk standi vilji þess meiri hluta þm., sem stjórnina styður. Fundurinn var boðaður síðdegis í gær, og hefur engin ósk borizt til forseta frá neinum deildarmanna um það, að hann yrði ekki haldinn. Fundinum verður því fram haldið, og tekur til máls hæstv. dómsmrh.