03.12.1959
Sameinað þing: 6. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3529 í B-deild Alþingistíðinda. (1706)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Út af þeirri fsp., sem hér er nú fram borin í sambandi við brbl., get ég tekið það fram, að það hefur alltaf staðið til að leggja brbl. fyrir Alþingi. Það hefur alltaf verið sagt og aldrei annað komið til mála en fara að lögum í þessu efni, og hv. fyrirspyrjandi þarf engu að kvíða um, að hér verði ekki rétt að farið. Hann þarf engu að kvíða um, að hér verði á nokkrum níðzt. — Ég ætla, að þetta sé fullnægjandi svar við fsp. hv. þm.