11.02.1960
Efri deild: 18. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3538 í B-deild Alþingistíðinda. (1719)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Mig langar aðeins til í þessu sambandi, án þess að ég ætli að ræða þetta mál frekar, — hæstv. forsrh. hefur svarað því nokkuð, — en mig langar aðeins til að bera fram eina fsp. til hv. 2. þm. Vestf. (HermJ).

Kom það nokkurn tíma til tals í vinstri stj. að gefa út skýrslu um efnahagsmál, svipaða og skýrslu þá, sem hér hefur verið útbýtt? Og ef svo er, að það hafi komið til tals og jafnvel að það hafi komizt á það stig, að ákveðnum manni hafi verið falið að vinna verkið, hverjum var þá falið að vinna það og hvers vegna kom ekki bókin út?