10.05.1960
Neðri deild: 79. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3594 í B-deild Alþingistíðinda. (1765)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Skúli Guðmundsson:

Ég vil þakka hæstv. sjútvmrh. fyrir þetta svar, sem hann hefur gefið við fsp. minni, sem ég bar fram í gær. Ráðh. hefur nú skýrt frá því, að frv. um breyt. á efnahagsl., að því er skattinn varðar, muni verða lagt fram næstu daga, og það var það atriði, sem ég spurði um í gær í tilefni af því, að blaðafrásagnir voru þannig, að mér þóttu þær nokkuð einkennilegar. Þar var sagt frá því, að það hefði þegar verið ákveðið að lækka skattinn, en vitanlega geta ekki aðrir aðilar breytt honum en Alþ.