02.12.1959
Sameinað þing: 5. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3640 í B-deild Alþingistíðinda. (1800)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

forseti (FS):

Svofellt bréf hefur borizt frá forseta Nd.:

„Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá Birni Pálssyni. 5. þm. Norðurl. v.:

„Þar sem mér er ókleift vegna veikinda heima fyrir að gegna þingstörfum næstu vikur, óska ég þess hér með, að varamaður minn, Jón Kjartansson forstjóri taki í minn stað sæti á Alþingi frá og með 2. des.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Benedikt Gröndal, forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Kjörbréf varaþingmannsins liggur hér fyrir, og verður gert fundarhlé í 10 mínútur, meðan kjörbréfanefnd rannsakar kjörbréfið. — [Fundarhlé.]